Sagaform
Í yfir 20 ár hefur Sagaform búið til klassískar vörur sem detta aldrei úr tísku. Vörur sem auðvelt er að líka við og auðvelt að gefa. Sagaform er skandinavísk hönnun sem horfir til norrænnar náttúru, hefða og að vörur þeirra virki jafnvel og þær líta út.
Vörurnar henta einstaklega vel í gjafir fyrir ótal tilefni. Sagaform er sérstaklega vinsælt fyrir alls kyns fyrirtækjagjafir eins og jólagjafir og sumargjafir.
Hægt er að skoða Sagaform bæklinginn HÉR
Picnic línan er ein af vinsælustu línum Sagaform hér á landi en það eru plastvörur sem líkjast kristal. Þær koma í fallegum gjafaöskjum og nýtast vel á pallinn, sumarbústaðinn, útileguna, heitapottinn og margt fleira.
City kælitöskurnar og teppin eru frábært viðbót við Picnic línuna en þar eru nokkrar týpur af fallegum töskum og bakpokum með kælihólfi ásamt stílhreinum og flottum picnic teppnum.
Coffee & More línan býður uppá te og kaffikönnur, diska, skálar, tepotta og fleira þar sem hægt að er mixa liti og munstur saman eins og manni sýnist.
Hlutir sem fegra heimili og nýtast vel.
Nils stálbrúsarnir og Loke kaffimálin eru til í ótal litum. Brúsarnir halda köldu í allt að 24 klukkatíma og heitu í allt að 12 klukkutíma.
Vinsælt er að setja lógó fyrirtækis á brúsana fyrir auglýsingagildi.
Úrval af Sagaform vörum fást í Ramba Store Hafnarfirði og Snúrunni Ármúla.
Þar að auki fæst picnic línan í Blómaval, Garðheimum, B.jensen Akureyri, Garðarshólma Húsavík og SG Bygg Siglufirði.
Ef þú hefur áhuga á að selja Sagaform í þinni verslun eða ert í leit að starfsmannagjöfum fyrir fyrirtækið þitt máttu vinsamlegast hafa samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.
Netfang: fyrirspurn@newwave.is
Sími: 520-6020